Wednesday, May 25, 2011

TRX æfingar

Núna eru flestar líkamsræktarstöðvar farnar að bjóða upp á þann möguleika að fólk geti tekið sig til í æfingasalnum og æft með TRX bönd. Án þess þó að fullyrða en þá eru mínar heimildir þær að TRX hafi verið þróað af hernum. Ástæðan var fyrir því að það þurfti að finna mjög sniðuga og góða leið til að halda hermönnum í formi t.d. á stríðstímum. Þetta mátti ekki vera pláss frekt og voru TRX böndin tekin í notkun og hafa síðan seinna meir valdið algjörri byltingu á sviði æfinga.

Í dag er hægt að mæta í hóp tíma í líkamsræktarstöðvum sem byggjast upp á TRX æfingum. Það sem er mjög sniðugt við TRX æfingar er að þú ert alltaf að vinna með þína eigin líkamsþyngd og getur á sama tíma ákveðið erfiðleikastig æfingarinnar bara eftir því hvernig þú staðsetur þig í böndunum. Í staðinn fyrir það að mæta í ræktina og rembast við að stækka t.d. Bicep vöðvana í handlóðum eða með curl stöng, þá er hægt að framkvæma mjög góðar og árangursríkar Bicep æfingar í TRX böndum. Þú ert ekki aðeins að þjálfa bicep vöðvan heldur ertu einnig að þjálfa stöðugleikakerfi líkamans (sem byggist á búkvöðvum). Þetta byggist mikið á eðlisfræðihugtökunum Vogarafl og þyngdarafl. Þannig að með því að leika sér í þessum böndum geturu náð gríðarlegum árangri með líkaman þinn.

Íþróttamenn þjálfa mikið með TRX bönd og er hægt að finna fullt af myndböndum t.d. á youtube sem sýna NBA og NFL leikmenn að vinna með TRX bönd. 

Þessa vikuna hef ég verið mjög duglegur við að æfa með TRX bönd og mun án vafa nýta mér þessa æfingatækni sem þjálfari.

Æfing dagsins er Bicep TRX æfing sem ég talaði töluvert um hér að ofan:

No comments:

Post a Comment