Monday, May 2, 2011

Þjálfun jafnvægis

Í daglegri hreyfingu okkar reynir sífellt á jafnvægisskynið okkar. Án jafnvægis þá ættum við í erfiðleikum með að ganga og gera hinar ýmsu hreyfingar. Þegar við æfum jafnvægið okkar þá erum við að vinna í því að fá taugakerfi líkamans til að virkja þá vöðva sem eru í kringum liði og gera þá stöðuga á réttum tíma.

Vöðvi sem heitir Gluteus Medius er sá vöðvi sem er nauðsynlegt að æfa vel til að bæta jafnvægi. Ef einstaklingar hafa snúið sig á ökkla og eiga í einhverskonar meiðslum að stríða þar þá er mjög gott að virkja þennan vöðva með því að æfa ýmiskonar jafnvægisæfingar á öðrum fæti.

Góð æfing til að byrja á ef maður vill bæta jafnvægi sitt er einfaldlega að standa á öðrum fæti. Hægt er að gera þá æfingu erfiðari með því að loka augunum, þannig náum við að kúpla út skynfærin. Einnig er mjög gott að gera jafnvægis æfingar á óstöðugu undirlagi eins og dýnum eða á jafnvægisdiskum.

No comments:

Post a Comment