Saturday, May 21, 2011

Mikilvægi jafnvægis

Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að þjálfa jafnvægi okkar í æfingasalnum á sama tíma og við erum þjálfa bæði vöðva, stöðugleika og liðleika.Með aldrinum þá versnar jafnvægið okkar ef að við þjálfum það ekki reglulega. Þegar við erum lítil þá lærum við að labba og svo að hlaupa. Þessar hreyfingar byggja mikið á jafnvægi, og það er ekki fyrr en að jafnvægið okkar er orðið stöðugt að við getum farið að labba af stað og hættum að skríða á gólfinu eða halda okkur í borð og hillur á meðan við löbbum. Þegar við erum orðin full fær og vel æfð í því að ganga þá tekur við næsta jafnvægis æfing okkar á barnsárunum, við tökum okkur til og lærum að hjóla, fyrst með hjálpardekkjum og síðan án þeirra.

Þegar við eldumst þá minnkar hreyfingin hjá okkur, margir hætta næstum því alveg að hjóla á þeim tímapunkti í lífinu sem að þeir fá bílpróf. Þegar við hættum að þjálfa jafnvægið þá munum við hægt og rólega fá það í bakið seinna meir á lífsleiðinni. Það er mjög mikilvægt að þjálfa skynfæri okkar til þess að viðhalda jafnvægi. Með því að standa á öðrum fæti og prófa að loka augunum á meðan þá erum við að gera mjög einfalda en á sama tíma góða jafnvægis æfingu. Ef þessi útfærsla er alltof auðveld þá getum við útfært þetta á margavegu. Við getum prófað að vera á óstöðugu undir lagi, eða jafnvel gert æfingu sem heitir í kringum klukkuna til að sjá hvernig jafnvægið okkar er. Í kringum klukkuna er æfing sem byggist á því að við stöndum á öðrum fæti en færum lausa fótinn t.d. beint fram, förum svo í grunnstöðu aftur, færum svo lausan fótinn aðeins út til hliðar og aftur í grunnstöðu, þannig að á lokum eigum við setja lausa fótinn beint út fyrir aftan okkur. Kannski frekar erfitt að útskýra þessa æfingu með orðum en mjög þægilegt og létt að útfæra hana.

Lélegt jafnvægi hefur áhrif á viðbragðið okkar, hraða, kraft, stöðugleika og styrk. Við hreyfum okkur í þrívídd, og þess vegna er gott að vera með gott jafnvægi og virkja jafnvægisvöðvana eins og Glut. Med

Þá er komið nóg af Jafnvægis hugmyndum, endilega sendið á mig einhverjar fyrirspurnir ef þið viljið forvitnast um eitthvað sem tengist þjálfun

No comments:

Post a Comment