Thursday, April 28, 2011

Plánki

Öll höfum við verið í ræktinni og annað hvort framkvæmt eða séð aðra í kringum okkur verið að framkvæma þá æfingu sem kallast Plánki. Þessi æfing er mjög góð æfing til þess að æfa hið svokallaða "core"  svæði. Gott er að geta haldið þessari stöðu í svona 30-60 sek. Ef það er auðvelt eða of erfitt fyrir þann sem framkvæmir þessa æfingu þá ætti hann að útfæra t.d. æfinguna á annan hátt. Við getum notað stignum til að gera bæði æfinguna erfiðari og léttari. 

Til þess að gera Plánka léttari er t.d. mjög sniðugt að gera þessa æfingu á hnjánum í staðinn fyrir að standa á tánum. En til að gera þessa æfingu erfiðari getum við t.d. fært okkur ofar og staðið á tábergi og á lófum með hendurnar beinar. Einnig er hægt að gera þessa æfingu erfiðara með því t.d. að færa hana í þriggja punkta stöðu þar sem við lyftum upp öðrum fætinum eða þá í tveggja punkta stöðu þar sem við lyftum upp t.d.hægri fæti og vinstri hönd og höldum stöðunni þannig í 30 sek.

Oft er gott að gera Plánka í 3x30 sek í lok æfingar til þess að gera styrktar æfingar fyrir kvið og bak. Það eru ekki margir sem hugsa mikið út í að t.d. í upphafi æfingar er mjög sniðugt að gera plánka æfingu. Afhverju er það gott? Jú, plánki er virknisæfing og við þurfum að fá core svæðið (kvið og bak) virkt til þess að geta tekist á við æfingar dagsins. Með því að hafa kvið og bak spennt þá höldum við betri stöðugleika og framkvæmum æfingarnar okkar betur.

Ég mæli með því að sem flestir noti þessa æfingu mjög grimmt í ræktinni, þessi skilar árangri, því að við þurfum öll að hafa góðan styrk í core svæði.

Ps. Einhver orðrómur er til um að Michael Jordan hafi getað haldið venjulegri grunn plankastöðu í 6,30 mín.

No comments:

Post a Comment