Wednesday, April 27, 2011

Bandvefslosun

Ekki er langt síðan að plastrúllur fóru að sjást á teygjusvæðum líkamsræktastöðva. Flestir hafa ekki hugmynd um hvernig á að nota þessar rúllur og hvenær á að nota þær. Með því að nýta sér þessar rúllur erum við að koma blóðinu af stað í vöðvunum og leggja megin áherslu á að fá tauga- og bandvefskerfið í gang.
Með því að leggjast  á rúlluna og láta hana þrýsta á hnúta og auma punkta sem koma upp eftir æfingar eða annarskonar álag þá sköpum við þrýsting sem að örvar það golgi tendon organ (GTO) sem skapar sjálfvirka hömlun og minnkar þarf af leiðandi virkni í vöðvaspólunum og ofvirkni í vöðvanum. Með því að notfæra sér bandvefslosun hjálpum við líkamanum að ná ákjósanlegri virkni með því að endursetja skynnema í bandvefnum (ÍAK einkaþjálfarabókin, bls. 121).

Bandvefslosun er mjög góð við upphitun í bland við teygjur (Stöðu eða Hreyfiteygjur), Hlaupbrettin og annarskonar vélar eru gamlar fréttir. Þegar við erum á leiðréttingaþrepi (þurfum að laga og leiðrétta líkamsstöðu okkar) og þurfum að losa um ákveðna vöðva sem geta reynst of stifir þá er mjög gott að geta nýtt sér bandvefsrúllurnar til að opna fyrir meiri hreyfigetu í vöðvanum.

Atvinnumenn eru farnir að nota þetta mjög mikið við upphitun, enda æfa þeir sjálfir mikið og verða því að losa til um hnúta og auma punkta sem geta verið til staðar.

Hér er lítið kennslu vídeó hvernig er hægt að nýta sér þessar rúllur.

No comments:

Post a Comment