Prótein er einn af þremur næringaflokkunum og eru lífsnauðsynleg fyrir okkur enda eru Prótein byggingaefni líkamans. Þeir sem eru að reyna að þyngja sig og fá stærri vöðva neyta mikið Prótein, sumir taka inn Prótein í formi fæðubótaefna en aðrir vilja sniðganga slíkar vörur og treysta á að með réttu mataræði ættu þeir að fá nægilegt magn af Próteini til að byggja upp meiri vöðva massa. Það er misjafnt hversu mikið Prótein við getum fengið úr fæðunni. Ég fann lista á netinu yfir líffræðilegt gildi próteins í fæðu. Mér finnst mjög áhugavert að skoða hversu hátt gildið er í Jónaskiptu Mysupróteini.
Líffræðileg gildi Próteins:
- Sojaprótein BV=74
- Mjólkurprótein (casein) BV=77
- Eggjahvíta BV=83
- Eggjaprótein úr heilum eggjum BV=100
- Jónaskipt mysuprótein BV=157
Ég hef sjálfur aldrei verið mikið að taka inn fæðubótaefni en hef þó eitthvað lesið mig til um þau og eru þessi mysuprótein oftast notuð í fæðubótaefnin. Margar kenningar eru í gangi um afhverju það er notað, en líklegast er réttasta kenningin sú að það er ódýrast að nýta hana. Mysuprótein eru teknar úr mjólkurvörum eins og Ostum, og í stað þess að henda mysupróteininu var farið að nýta það í fæðubótaefni.
Við Íslendingar borðum mjög mikið Prótein og jafnvel meira heldur en við ættum að gera, við borðum mikið af Kjöti og neytum mikið af mjólkurvörum. Þegar að líkaminn fær of mikið af Próteini umfram þann skammt sem að hann vinnur með í vöðvabyggingu þá breytist Próteinið í Fitu. Hinn meðal Maður þarf 0,8 grömm af Próteini á hvert kíló líkamsþyngdar sinnar á dag. Íþróttamenn þurfa þó aðeins meira magn af Próteini, frá 1,2-1,8 grömm á hvert líkamskíló, fer alveg eftir því á hvaða sviði þessir íþróttamenn eru að keppa.
Þannig að við verðum að passa okkur að gleyma okkur ekki bara í Prótein pælingum, því of mikil Prótein neysla getur alveg haft neiðkvæð áhrif, þannig að við þurfum að muna að borða rétt.

